- Advertisement -

Munu ofurlauna forstjórarnir koma nú skríðandi á hnjánum?

Afstaða hagsmunatengdra stjórnmálamanna kemur í ljós í dag.

Ragnar Önundarson skrifar:

Launahækkun forstjóra N1 vegna „bónuss“, sem er tengdur afkomu, sem hækkar hlutabréfaverð, var mikið til umræðu í fyrra. Almenningi var ekki ætlaður hlutur í þeim ávinningi, sem sjóðir almennings, lífeyrissjóðirnir, halda þó uppi með þátttöku sinni í hlutafjárkaupum.

Nú munu mörg stór fyrirtæki koma til stjórnvalda „á hnjánum“ biðjandi um hjálp og „fyrirgreiðslu“ af því að forsvarsmenn þeirra hafa ekki verið nægilega forsjálir, hafa greitt sjálfum sér of mikið að undanförnu. Mun þeim verða tekið svo elskulega að ofurlaun forstjóranna og árleg arðtaka hluthafanna haldi bara áfram? Verður fyrirtækjunum hjálpað með ríkisábyrgðum til þess? Afstaða hagsmunatengdra stjórnmálamanna kemur í ljós í dag.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: