- Advertisement -

Norðurál bað um stríð og Norðurál fær stríð

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Þessi vanvirðing við starfsmenn Norðuráls sem hafa verið samningslausir í hartnær níu mánuði mun kalla á glerhörð viðbrögð af hálfu Verkalýðsfélags Akraness og VR. Þessi vinnubrögð munu til dæmis kalla á viðbótarkröfu þessara félaga þar sem það verður gert að ófrávíkjanlegri kröfu að starfsmenn Norðuráls njóti sömu verkfallsheimildar án nokkurra takmarkanna eins og nánast allt íslensk launafólk. Norðurál bað um stríð með þessari lágkúru sinni og trúið formanni félagsins að þeir fá stríð!

Ég vil enn og aftur minna á að deila félagsins við Norðurál lýtur að því að Norðurál komi með sömu launabreytingar og um var samið í svokölluðum lífskjarasamningi en þeirri kröfu hafa forsvarsmenn Norðuráls hafnað algerlega og bjóða langt um minna en allur íslenskur vinnumarkaður hefur undirgengist að framkvæma.

Ég vil minna á að þetta öfluga starfsfólk sem hefur tekið þátt í því að skila eigendum Norðuráls um 100 milljörðum í hagnað frá árinu 1998 er ekki að biðja um neitt annað en það sama og allir aðrir hafa fengið.

Forherðing þessara manna er taumlaus eins og birtist í því þegar starfsmenn ætla að reyna að knýja þessa sanngjörnu launakröfu í gegn með eina vopninu sem launafólk hefur þá koma þessir menn og segja „þið eigið og hafið ekki rétt til að fara í yfirvinnubann eins og allt íslenskt launafólk“.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: