- Advertisement -

Norræni leikjadagurinn

Norræni leikjadagurinn verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn n.k í bókasöfnum á Norðurlöndum. Þennan dag beina almenningsbókasöfn kastljósinu að leikjum, borðspilum og tölvuleikjum í því skyni að sýna fram á að leikir séu efni sem eigi heima á bókasöfnum, nú sem endranær.

Lesa má sér til um daginn hér.

Boðið verður upp á alls konar borðspil, tölvuleikinn Icycle, og geta þátttakendur í honum att kappi við aðra norræna keppendur, og léttan ratleik. Spilavinir verða til aðstoðar í aðalsafni, Gerðubergssafni og Sólheimasafni. Þetta verður semsagt fullur dagur af leik og gleði fyrir alla aldurshópa og eru allir velkomnir.

Sjá nánar hér og hvaða söfn taka þátt.

 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: