- Advertisement -

Nú heita hrossakaup pólitísk sátt

Gunnar Smári skrifar:

Nú heita öll hrossakaup fámennrar og einangraðrar forystu VG við Sjálfstæðisflokkinn (og Framsókn, hún er víst með) þverpólitísk sátt. Síðast þegar spurt var í skoðanakönnun var afgerandi meirihluti almennings andsnúinn veggjöldum. Það stoppar ekki forystu þessara flokka við að kalla ásetning sinn um vegatolla, útvistun vegakerfisins til einkafyrirtækja og aðrar nýfrjálshyggjulausnir í samgöngumálum þverpólitíska sátt. Forysta þessara flokka telur sig spanna alla pólitík, að utan hennar sé engin pólitík, að engu skipti hvað almenningi finnst.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: