
Hrafn Magnússon skrifar:
Ef þessi stjórnarfrumvörp ná fram að ganga þá eru miklar líkur á því að skerða þurfi ellilífeyrisgreiðslur sjóðanna.
Tvö stjórnarfrumvörp sem varða lífeyrissjóðina eru nú á lokametrunum í meðferð Alþingis. Vonandi ná þau ekki fram að ganga enda varða þau lífeyrisréttindi sjóðanna og þá sérstaklega lífeyrissjóði almenns verkafólks.
Í fyrsta lagi er lagt til að fella algjörlega niður sérstakt jöfnunargjald sem kemur þeim lífeyrissjóðum afar illa sem hafa þunga örorkulífeyrisbyrði.
Í öðru lagi er í stjórnarfrumvarpi lagt bann við því að lífeyrissjóðir reikni út tekjutap örorkulífeyrisþega með viðurkenndum aðferðum. Í áratugi hafa lífeyrissjóðir greitt sjóðfélögum sem vegna örorku verða fyrir tekjutapi. Nú bregður svo við að í umræddu stjórnarfrumvarpi er bannað að taka mið af örorkulífeyri Tryggingastofnunar við mat á raunverulegu tekjutapi. Ef þessi stjórnarfrumvörp ná fram að ganga þá eru miklar líkur á því að skerða þurfi ellilífeyrisgreiðslur sjóðanna. Hér er því um óásættanlegt og óréttmæt afskipti stjórnvalda að ræða verða þessi frumvörp að lögum.