- Advertisement -

Oddný endurvekur ESB-aðild Íslands

Vilhjálmur Birgisson játar uppgjöf gagnvart íslensku krónunni.

Umræðan um aðild að Evrópusambandið er ekki alveg þögnuð innan Samfylkingarinnar. Oddný Harðardóttir er söm við sig og telur hag okkar best borgið innan ESB. Tilefni skrifa hennar núna er uppgjöf Vilhjálms Birgissonar á íslensku krónunni.

Nú er að bíða og sjá, hvort með eftirfarandi skrifum, hvort Oddný fái bágt fyrir hjá forystu Samfylkingarinnar. Samfylkingin hefur sett aðild að ESB í geymslu. Ekki Oddný, hún skrifaði:

„Við höfum siglt ólgusjó vegna krónunnar, sem leiðir okkur stundum upp í hæstu hæðir og svo aftur niður í öldudali. Þetta hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka rekstur heimila sem þurfa að bera kostnaðinn af himinháum vöxtum og verðtryggingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er ekki er verið að verja kjör heimila í landinu, ekki kjör fyrirtækjanna í landinu og ekki stöðu ríkissjóðs. Með því að halda Íslandi utan Evrópusambandsins er verið að loka dyrum á betra efnahagsumhverfi fyrir Ísland.

Ef planið er að halda áfram að halda Íslandi utan Evrópusambandsins og halda áfram að nota íslenskar krónur þarf að draga það skýrt fram hvað það þýðir fyrir atvinnulífið í landinu, samsetningu þess og rekstrarumhverfi. Ekki síður þarf að rökstyðja hvað það þýðir fyrir heimilin í landinu og velferðina þar sem það er mjög kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð að halda úti krónunni, minnsta sjálfstæða gjaldmiðli í heimi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: