- Advertisement -

Óli Björn afmunstrar sig úr stjórnarliðinu

„Sem sagt: Rík­is­stjórn­in get­ur aðeins haldið áfram á for­send­um minnsta og veik­asta stjórn­ar­flokks­ins. Slík rík­is­stjórn nær aldrei ár­angri enda búin að missa er­indi sitt.“

Óli Björn Kárasonar.

Stjórnmál „Van­traust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mik­il áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þing­flokks­formaður fyr­ir rúmu ári,“ þetta segir í nýrri Moggagrein Óla Björns Kárasonar Sjálfstæðisflokki.

Þar vísar hann til framgöngu Svandísar Svavarsdóttur í hvalveiðimálinu, þegar hún stöðvaði hvalveiðar daginn áður en þær áttu að hefjast.

„Þing­flokks­formaður stærsta stjórn­ar­flokks sem treyst­ir ekki ráðherr­um sam­starfs­flokks get­ur illa rækt skyld­ur sín­ar. Ég verð að viður­kenna að það voru mis­tök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra. Þegar jafn frek­lega er gengið gegn stjórn­ar­skrár­vörðum at­vinnu­rétt­ind­um og góðri stjórn­sýslu er erfitt fyr­ir þá, sem berj­ast fyr­ir at­vinnu­frelsi, að rétt­læta sam­starf,“ skrifar Óli Björn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það eina sem hægt er að segja er ein­falt og skýrt: Nei, takk.“

„Í álykt­un um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið seg­ir orðrétt: „Til að hægt sé að halda rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu áfram tel­ur lands­fund­ur­inn að tak­ast verði á við þau knýj­andi verk­efni sem við blasa á fé­lags­leg­um grunni. Jafn­framt tel­ur fund­ur­inn að ganga verði til kosn­inga með vor­inu.“

Sem sagt: Rík­is­stjórn­in get­ur aðeins haldið áfram á for­send­um minnsta og veik­asta stjórn­ar­flokks­ins. Slík rík­is­stjórn nær aldrei ár­angri enda búin að missa er­indi sitt.“

Það eina sem hægt er að segja er ein­falt og skýrt: Nei, takk.“

Hér er annar kafli úr grein Óla Björns:

„Um liðna helgi komu inn­an við 200 fé­lag­ar í Vinstri græn­um sam­an til lands­fund­ar. Fyr­ir utan að kjósa Svandísi Svavars­dótt­ur sem nýj­an formann voru sam­starfs­flokk­un­um og þá einkum Sjálf­stæðis­flokkn­um send­ar kald­ar kveðjur í álykt­un­um. Hægriöfl­in (Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn) voru sögð þjóna sér­hags­mun­um en ekki al­manna­hags­mun­um og ala á út­lend­inga­andúð. Göm­ul úr­elt slag­orð um auðstétt­ina og fjármagnsöflin fengu inni í álykt­un­um fund­ar­ins. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins eru sakaðir um und­ir­róður vegna frum­varps um að lækka fram­lög rík­is­ins til stjórn­mála­flokka.“

Helsti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins segir sig í raun úr stjórnarliðinu. Hvað gerist næst?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: