- Advertisement -

Óli Björn formlega orðinn „villiköttur“

Auðvitað er það eftirtektarvert þegar þingmaður segir af sér sem þingflokksformaður. Því kemur ákvörðun Óla Björns á óvart. Hvað ætli valdi? Mogginn rifjar upp að þetta skrifaði Óli Björn í sumar:

„Ráðherr­ann hef­ur kastað blautri tusku í and­lit allra þing­manna sam­starfs­flokka rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það er póli­tísk­ur barna­skap­ur að halda að slíkt hafi ekki áhrif á sam­starfið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Eitt er að minnsta kosti víst: Traust milli mat­vælaráðherra og stjórn­arþing­manna er lítið og það mun hafa áhrif á sam­starf þeirra á kom­andi mánuðum.“

Þetta sagði Óli Björn um ákvörðun Svandísar að stöðva hvalveiðarnar í júní. Víst má telja að eftirgjöf Svandísar hafi ekki linað kvalir Óla Björns. Hér sést að framundan er harður vetur og ekki er útilokað að óskir margra um stjórnarslit verði þegar hnúturinn harðnar enn frekar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: