- Advertisement -

Ólíðandi hroki hjá Birni Leví

Eða vill hann kannski afnema lögin um stéttarfélög og vinnudeilur sem samykkt voru á Alþingi árið 1938!

Katrín Baldursdóttir skrifar:

„Ég bara virka þannig.“ Mér er andskotans sama hvernig Björn Leví virkar! En að hann skuli ekki styðja eina baráttuafl fólks sem á ekki ofan í sig að éta, segir stóra sögu! Björn Leví er svo mikið úr takti við raunveruleikann að hann á alls ekki að vera á Alþingi. Veit maðurinn ekki að um 85% vinnubærra manna er í verkalýðsfélögum, sem hafa það hlutverk að berjast fyrir bættum kjörum sinna félagsmanna? Veit hann ekki að verkföll eru lögbundin baráttutæki fólks? Eða vill hann kannski afnema lögin um stéttarfélög og vinnudeilur sem samykkt voru á Alþingi árið 1938! En þar stendur í 14 grein um verkföll að stéttarfélögum sé heimilt að fara í verkföll til að vinna að framgangi krafna sinna í vinnudeilum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Björn Leví er á háum launum hjá okkur almenningi og þarf ekki að berjast fyrir þeim! Þau hækka sjálfkrafa! Þessu hroki í honum gagnvart eina baráttutækinu sem láglaunafólk á er ólíðandi. Hann á að sjálfsögðu nú þegar að biðja afsökunar á þessu framferði sínu!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: