- Advertisement -

Ógreiddar ólögmætar búsetuskerðingar: Ekki benda á mig, segir Bjarni

Síðan benda Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið á ráðherra fjármála.

Bjarni Benediktsson segir, að uppgjör vegna ólöglega búsetuskerðinga öryrkja,  ekki snúast um vilja eða viljaleysi. „Í mínum huga hefur þetta mál ekki snúist um vilja eða viljaleysi til að gera málið upp heldur snýst málið um að rétt sé gert upp.“

„Nú er það þannig að þær stofnanir sem eiga í hlut heyra ekki undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en það er sjálfsagt að reyna að bregðast við.“

Það var Guðmundur Ingi Kristinsson sem spurði Bjarna um málið.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Það virðist sem sagt vera öllum öðrum að kenna en, hverjum?

Guðmundur Ingi: „Ömurlegar búsetuskerðingar sem hafa dunið á ákveðnum hópi öryrkja eru enn óleiðréttar. 31. janúar sl. sagði fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum að loforð um að greiða þetta væri ekkert vandamál og það væri sjálfsagt að borga þetta, hvort sem fjármagn væri til staðar eða ekki. Í dag er staðan sú að þessari fáránlega heitu kartöflu, skerðingunni, er hent á milli. Tryggingastofnun segist ekki geta greitt af því að þetta er svo flókið. Velferðarráðuneytið segist ekki geta gert neitt í þessu af því að Tryggingastofnun getur ekki gert neitt í þessu. Síðan benda Tryggingastofnun og velferðarráðuneytið á ráðherra fjármála. Hann segist ekki geta gert neitt í þessu, nýjasta dæmið er vegna þess að það vanti fjárheimildir. Síðan er bent á fjárlaganefnd, að nú sé það henni að kenna að ekkert sé hægt að gera í þessu.“

Bjarni sagði að hafi verið brotin réttur á fólki verði ekki spurt um það hvort fjárheimildir séu til staðar til að leiðrétta það, heldur víkur ríkið sér ekki undan því að gera upp í samræmi við lög. „Þetta er eins og ef dómur fellur ríkinu í óhag, þá er málið bara gert upp.“

Guðmundur Ingi: „Það virðist sem sagt vera öllum öðrum að kenna en, hverjum? Hvernig stendur á því að þetta mál, sem er mjög einfalt, er ekki leyst? Það er búið að tala um að það sé svo ofboðslega flókið að reikna þetta út, svakalega flókið, en heyrðum við þá umræðu einhvern tímann í þessum sal þegar var verið að borga þessu fólki út skertar bætur, ólöglegar bætur? Kom þá einhver hérna upp og sagði: Nei, við getum ekki borgað þeim ólöglegar, skertar bætur, það er svo flókið að reikna það út? Ég hef aldrei heyrt það. Ef það var svona einfalt að reikna út og greiða ólöglegar bætur, er þá ekki jafn einfalt að reikna út og borga löglegar bætur og það strax?“

Nú er það þannig að þær stofnanir sem eiga í hlut heyra ekki undir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Bjarni Benediktsson: „Nú er það þannig að þær stofnanir sem eiga í hlut heyra ekki undir fjármála- og efnahagsráðuneytið en það er sjálfsagt að reyna að bregðast við. Þau orð sem hv. þingmaður vísar til að ég hafi látið falla voru einfaldlega á þá leið að hafi verið brotin réttur á fólki verði ekki spurt um það hvort fjárheimildir séu til staðar til að leiðrétta það, heldur víkur ríkið sér ekki undan því að gera upp í samræmi við lög. Þetta er eins og ef dómur fellur ríkinu í óhag, þá er málið bara gert upp.“


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: