- Advertisement -

Opinberir starfsmenn frekar í verkföll

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Háskóla Íslands sagði Sprengisandi á Bylgjuinni í morgun að opinberir starfsmenn fari oftar í verkföll en fólk sem starfar á almenna markaðnum. Opinberir starfsmenn eru um tuttugu prósent allra starfandi á Íslandi en þeir eiga eigi að síður yfir fjörutíu prósent allra verkafallsdaga.

Skýringar á þessu eru eflaust nokkrar, en ein veigamesta er sú að á almenna markaðnum er mun auðveldara, fyrir flesta, að sækja launahækkanir utan kjarasamninga. Enda sé sú raunin og Gylfi sagði hárrétt, þegar framhaldsskólakennarar, sögðust eiga inni launahækkanir, þar sem þeir hefðu dregist aftur úr.

Gylfi tók sem dæmi að VR, sem er fjölmennasta stéttarfélag á Íslandi, hefur ekki farið í verkfall síðan 1988. Aðeins fjögur prósent félagsmanna er á launum samkvæmt töxtum og aðrir eru á því sem kallað er markaðslaun. Gylfi vitnaði til nýlegrar könnunar sem sýnir að 66 prósent félagsmanna VR hafa fengið átta prósent launahækkanir með persónulegum samningum.

 

Átján þúsund og fimm hundruð

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á síðustu fjórum vikum lásu 18.500 Miðjuna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: