- Advertisement -

Öryrki tók út 400 þús. séreignasparnað en fékk aðeins 11 þús. / Ríkið hirti allt hitt

Jóhann Páll Jóhannsson:

„Ég hef lagt fram ítarlega fyrirspurn, bæði til félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, um þetta mál, krafið þá skýringa á því hvort, hvernig og hvenær verði leyst úr þessu. Afstaða okkar í Samfylkingunni er skýr. Íslenska ríkið á að skila þessum peningum. Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax.“

„Það er nú ekki algengt að öryrkjar eigi digra varasjóði og þeir sem eiga einhvern séreignarsparnað veigra sér yfirleitt við að taka hann út, enda skerðir hann sérstöku framfærsluuppbótina hjá Tryggingastofnun ríkisins um 65 prósent, sem þýðir að sá sem tekur út 400.000 kr. séreignarsparnað borgar 129.000 kr. í skatt. Það er ofan á 260.000 kr. skerðingu hjá Tryggingastofnun. Eftir standa 11.000 kr. af þessum 400.000 kr.,“ sagði Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingu.

„Þegar heimsfaraldurinn skall á var opnað fyrir þann möguleika með sérstöku bráðabirgðaákvæði að fólk yngra en 60 ára gæti tekið út séreignarsparnað. Þetta átti ekki að hafa nein áhrif á greiðslur frá Tryggingastofnun samkvæmt ákvæðinu. Það var alveg á hreinu. Á þessum forsendum tóku mörg hundruð öryrkjar út séreignarsparnað í góðri trú. Fólk gerði þetta af ýmsum ástæðum,“ sagði þingmaðurinn.

„Ég talaði t.d. við konu sem hefur neitað sér um tannlæknisþjónustu í mörg ár, nauðsynlegar tannviðgerðir, en gat loksins greitt fyrir þær með því að taka út séreignarsparnaðinn sinn, eftir að stjórnvöld höfðu í raun hvatt fólk til að gera það í Covid. Hvað gerðist svo? Jú, þessar greiðslur frá Tryggingastofnun, sérstaka framfærsluuppbótin, voru samt skertar. Þetta var bjarnargreiði. 300 öryrkjar lentu í þessu í fyrra. Mörgum þeirra hefur verið neitað um leiðréttingu á þeim forsendum að vörsluaðilar sparnaðarins hafi ekki skráð úttektina í réttan reit í skattframtalið og við því sé bara ekkert að gera. Svo vísa stofnanir hver á aðra. Tölvan segir nei,“ sagði Jóhann Páll.

„Ég hef lagt fram ítarlega fyrirspurn, bæði til félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, um þetta mál, krafið þá skýringa á því hvort, hvernig og hvenær verði leyst úr þessu. Afstaða okkar í Samfylkingunni er skýr. Íslenska ríkið á að skila þessum peningum. Íslenska ríkið á að skila þessum peningum strax.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: