- Advertisement -

Ósmekkegt innlegg Sigurðar Inga

Guðmundur Gunnarsson.

Guðmundur Gunnarsson skrifar: Innlegg Sigurðar Inga samgönguráðherra í hádegisfréttunum er næsta örugglega það ósmekklegasta sem komið hefur frá stjórnmálamönnum á þessu ári, er þó úr miklu að taka. Að láta sér detta í hug að nota hið hörmulega bílslys undir áróður fyrir veggjöldum sem er aukaskattur á almenning og lendir verst á þeim lægst launuðu.
Öll vitum við að það er sú sveltistefna sem stjórnmálamenn hafa fylgt til þess að fjármagna þær miklu skattalækkanir hjá stóreigna- og hátekjufólki undanfarna áratugi sem hefur leitt til þess skelfilega ástands sem er á vegakerfinu.
Það eru til ótal aðrar leiðir til að fjármagna svona framkvæmd og það deilir enginn um að bæta þurfi vegakerfið. En veggjaldaumræðan er út á túni. Þessi tenging Sigurðar Inga er ömurleg og hann ætti að mæta í næsta fréttatíma og biðja fjölskyldurnar sem lentu í slysinu og þjóðina afsökunar á þessum ummælum og um leið hvers vegna vegakerfið er í þessu ástandi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: