- Advertisement -

Óvænt niðurstaða reksturs ríkisins

Efnagsmál Nýútkominn ríkisreikningur gefur lokaniðurstöðu fyrir rekstur og efnahag ríkisins á árinu 2013. Niðurstaðan er mun betri en reiknað var með, fyrst og fremst vegna um 25 ma.kr. tekjufærslu sem tengist eignaukningu ríkisins í Landsbankanum og halli ársins er því um 0,7 ma.kr.

Skuldastaðan er enn mjög erfið. Skuldir standa nokkurn veginn í stað á nafnvirði, en að raunvirði fara þær lækkandi. Hlutfall heildarskulda ríkisins af vergri landsframleiðslu fór yfir 117% á árinu 2011, en lækkaði niður í 115% á árinu 2012 og í 108% á árinu 2013. Þetta er þróun í rétta átt en engu að síður eru skuldirnar mjög háar í sögulegu samhengi og einnig í samanburði við þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Vaxtakostnaður ríkisins er mikil byrði og var nálægt 75 ma.kr. 2013. Til samanburðar má benda á að rekstur Landspítalans á því ári kostaði rúma 40 ma.kr. Vaxtakostnaður ársins 2013 var því um 80% hærri en rekstrarkostnaður spítalans.

Meginniðurstaðan varðandi ríkisreikninginn fyrir 2013 er að þróunin sé á réttri leið, en árangurinn þurfi að vera mun betri til þess að sett markmið náist.

Þetta kemur fram í greiningu Landsbankans, sjá nánar hér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: