- Advertisement -

Pant eiga sneiðina frá Davíð

Davíð Oddsson er sestur á sama bekk og Logi Bergmann. Hann sendir sneið til „Spánarfara“. Ég pant eiga sneiðina. Hún er mjög freistandi og víst er að fleiri geri tilkall til hennar.

Skoðum Davíð:

„Eitt skrítn­asta tal sem slegið hef­ur verið upp hér á landi snýst um að Íslend­ing­ar séu nú að flykkj­ast til Spán­ar vegna dýrtíðar á Íslandi! Og þeir sem þetta heyra slá sér á lær og hrópa á torg­um að allt sé á sömu bók lært á Íslandi.“

Þetta er rétt, en bara að hluta. Þeir Íslendingar sem í raun og veru hafa flúið Ísland vegna verðlags og lágra tekna sakna Íslands. Jafnvel alla daga, alltaf. Þeim finnst þeir vera í útlegð. Efnahagslegri útlegð. Ég passa ekki inn í þennan hóp en skil hann mætavel. Hef talað við margt af því fólki. Sjálfur er ég á Spáni þar sem hitinn gerir krónískum verkjum mínum jafn gott og kuldinn gerir þeim vont.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Davíð: „En staðreynd­in er auðvitað sú að menn eru að fara til Spán­ar í krafti bæri­legra launa hér um langa hríð (í alþjóðleg­um sam­an­b­urði) og öfl­ugs líf­eyri­s­kerf­is til að nýta sér að Spánn er lág­launa­land í Evr­ópu. Og það er í þessa sælu sem er sagt að Íslend­ing­ar séu að sækja, þegar þeir, eins og annarra þjóða menn, njóta þeirra kosta að halda sér uppi á ís­lensk­um líf­eyri í lág­launa­landi.“ Mikið til í þessu.

Og svo þetta: „Það er ekk­ert gagn­rýn­is­vert við að nýta sér þetta og styrk­ir fram­takið auðvitað af­komu Spán­verja. En túlk­un­in og vælið er út í blá­inn. Og út í hött að hreyta í heimalandið í leiðinni.“

Það er rétt að Spánverjar gera jafnvel út á að fá til sín fólk sem ekki getur lifað í „okurlandi“ eins og Ísland óneitanlega er. Ég man ekki að einn einasti Íslendingur sem ég hitti hér á Spáni hreyti í heimalandið. Þvert á móti. Öllum þykir Ísland dásamlegt land. Stórbrotið og spennandi.

Öðru máli gegnir um ráðafólkið, nú og áður. Það skorar ekki hátt með því að skapa hluta þjóðarinnar svo slæm skilyrði að fólk neyðist, já neyðist, til að flytja að heiman.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: