- Advertisement -

Ráðherrar hyggst skrifa skýrslu

„Ég stefni að því að flytja Alþingi skýrslu um stöðu neytendamála nú á vorþingi.

„Ég stefni að því að flytja Alþingi skýrslu um stöðu neytendamála nú á vorþingi en þar munu koma fram helstu verkefni sem unnið er að og eru í bígerð á næstunni. Verður þetta í fyrsta skipti sem ráðherra neytendamála flytur Alþingi skýrslu um neytendamál,“ þannig svarar Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, sem fer með neytendamál í ríkisstjórn Íslands. Neytendasamtökin spurðu hana hvert verði hennar fyrsta verkefni á sviði neytendamála.

Hvernig finnst þér íslenskir neytendur standa sig samanborið við t.d. Norðurlöndin? Erum við nógu upplýst og kröfuhörð?
„Við getum staðið okkur betur en það hefur samt átt sér stað breyting á undanförnum misserum þar sem fólk er farið að gera meiri kröfur til t.d. merkinga á vörum. Upplýstir neytendur eru öflugri neytendur. Á Norðurlöndunum eru samtök neytenda mjög virk en ég vil leggja mitt af mörkum til að efla samtök neytenda hér á Íslandi, m.a. með því að fela þeim fleiri verkefni í umboði stjórnvalda.“

Hér er viðtalið í heild.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: