Sigurjón Magnús Egilsson skrifar:
Þegar fundur hefst á Alþingi klukkan mun Þórarinn Ingi Pétursson stígur fyrstur í ræðustól Alþingis og flytja þar ræðu númer 1.550 um veiðigjöldin. Sem jafnframt verður fertugasta og önnur ræða Þórarins um þetta sama mál. Kannski les hann upp úr ályktun hreppsstjórnar Vopnafjarðarhrepps. Með fullri virðingu fyrir þeirri ágætu sveitastjórn. Nokkrir aðrir þingmenn hafa lesið þessa sömu ályktun, kannski aftur og aftur.
Hvers vegna tala þingmennirnir sig nánast þegjandi hása, dag eftir dag?
Stefán Ólafsson prófessor skrifaði: „Frábært hjá stjórnarandstöðunni að stimpla sig svona rækilega inn sem fótgönguliða sægreifanna og gegn hagsmunum almennings. Það mun hafa heilbrigð áhrif á fylgið í framhaldinu!“
Auðvitað er staðan grafalvarleg og ekki grín að henni gerandi. Alþingi telst vera sameign þjóðarinnar. Við getum fátt gert nema þá helst að mæta á Austurvöll og mótmæla framgöngu þingmanna. Eða ættu lýðurinn frekar að mótmæla við Borgartún 35?
