- Advertisement -

Rætt um örnefni í fuglabjörgum

Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 4.október þar sem Kristján Eiríksson flytur erindi sem hann nefnir Um örnefni í fuglabjörgum. Veltir hann þar fyrir sér hvernig örnefni verða til og hvað ræður einna helst nafngiftum á einstökum stöðum og svæðum. Í fyrirlestrinum verður fjallað um örnefni í fuglabjörgum við Ísland og reynt að flokka þau eftir uppruna.

Kristján telur líklegt að þrjú atriði ráði mestu þegar stöðum eru gefin nöfn þótt ýmislegt annað komi eflaust til líka.

Þessi atriði eru:

– Hvernig staðir blasa við sjónum manna eða orka á önnur skilningarvit þeirra. Sama fjallið getur t.d heitið ólíkum nöfnum eftir því hvaðan það er séð. Slík nöfn mætti kalla Náttúrunöfn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

– Hvernig notin af landinu eru og hvernig vinnubrögð eru á hverjum stað fyrir sig. Slík nöfn mætti kalla Nytjanöfn.

– Stundum ráða einstök atvik og atburðir nafngiftum, hvort sem þeir eru raunverulegir eða af heimi þjóðtrúar og þjóðsagna. Slík nöfn mætti kalla Sagnanöfn.

Segir í tilkynningu á vef Árnastofnunar  að fróðlegt væri að bera saman örnefni á einstökum stöðum eftir því hvers konar nytjar menn hafa af þeim haft og hvers konar vinnubrögð hafa verið stunduð þar.

Öllum er heimill aðgangur og fer fundurinn fram í Odda, í húsi Háskóla Íslands, stofu 106,  og stendur fyrirlesturinn yfir milli kl. 13.15.

Sjá frétt á vef Árnastofnunar.

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: