- Advertisement -

Ragnhildur hættir hjá WOW

Ragnhildur Geirsdóttir, aðstoðarforstjóri WOW air mun hafa látið af störfum hjá flugfélaginu nú um áramót. Turisti.is greinir frá en tekur fram að ekki hafi náðst í forráðamenn félagsins.

Þetta fæst þó ekki staðfest hjá flugfélaginu sjálfu.

„Í sumarlok 2017 tók Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrum forstjóri Flugleiða, við sem aðstoðarforstjóri hjá WOW air. Nú sextán mánuðum síðar hefur Ragnhildur sagt starfi sínu hjá flugfélaginu lausu samkvæmt heimildum Túrista. Það skal tekið fram að ítrekaðar tilraunir til að fá svör um málið hjá upplýsingafulltrúa WOW hafa engum árangri skilað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: