- Advertisement -

Rekstur WOW var ósjálfbær

Í raun er það fagnaðarefni að Indigo gerir sig ekki breitt hérlendis, andstyggilegur launagreiðandi sem þrýstir launum niður til að geta lækkað verð á flugmiðum án þess að draga úr arðgreiðslum.

Gunnar Smári skrifar:

Jæja, þá er að sjá hversu fljótt önnur flugfélög fylla gatið sem WOW skyldi eftir sig. Og hversu stórt það var, þetta gat. Mörg missa vinnuna, en voru í reynd búin að missa hana því Indigo hefði leitað til láglaunasvæða til að manna flugvélarnar og útvistað sem mestu af öðrum störfum; hefði ekki sætt sig við íslenskan vinnumarkað. Í raun er það fagnaðarefni að Indigo gerir sig ekki breitt hérlendis, andstyggilegur launagreiðandi sem þrýstir launum niður til að geta lækkað verð á flugmiðum án þess að draga úr arðgreiðslum.

Svo virðist sem vakt ríkisstjórnarinnar yfir löngu dauðastríði félagsins hafi leitt til þeirrar niðurstöðu að hröð lending væri eina lausnin, að ríkið gæti ekki stigið inn og reynt að gera eitthvað úr eignum og tækifærum félagsins. Ef svo er; ætti fólk að sætta sig við þá niðurstöðu; rekstur WOW var ósjálfbær. Og þau áhrif til þenslu sem WOW hafði á íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hlutu að ganga til baka fyrr en seinna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: