- Advertisement -

Reykjavíkurborg styrkti Hannes Hólmstein um tvær og hálfa milljón

„Lögð er fram skýrsla um framkvæmd styrkjareglna 2020. Við skoðun á útdeilingu fyrra árs sjást nokkur mál sem við fyrstu sýn vekja spurningar. Til dæmis fá sambærilegar stofnanir ólíkar upphæðir og munar jafnvel um eina milljón. Hvergi er Barnaheill að sjá og þykir ólíklegt að Barnaheill á Íslandi hafi ekki sótt um. Almennt eru fáir styrkir sem fara í að sinna börnum beint. Eftir því er tekið að Hannes Hólmsteinn Gissurarson fær styrk á 2,585 milljónir og sker sig úr meðal einstaklinga. Ljóst er að eitthvað þarf að skoða þessi mál, hverjir eru að fá styrki, út á hvað og upphæðirnar,“ bókaði Kolbrún Baldursdóttir Flokki fólksins á fundi borgarráðs.

Merkilegt mál. Hér að neðan er tveggja daga gömul frétt um að borgin vildi ekki koma til móts við fátækasta fólkið í borginni. Þess í stað fékk prófessor Hannes Hólmsteinn borgarstyrk.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: