- Advertisement -

Reynt að halda launum og lífeyri niðri


Munum, að ef stjórn og SA tekst að talda launum niðri verður lífeyri aldraðra einnig haldið niðri. Þetta er samtengt.

Björgvin Guðmundsson skrifar:

Björgvin Guðmundsson.

„Róttæki sósíalistaflokkurinn“ (flokkur KJ) veitir stjórnin forstöðu. Þessi flokkur hefur tekið að sér það hlutverk að berjast gegn kauphækkunum láglaunafólks, verkafólks. Lengst af hafa hægri flokkar verið í þessu hlutverki svo það skýtur skökku við, að flokkur sem kallar sig vinstri flokk skuli annast þetta hlutverk. KJ hefur hamrað á því, að lítið sem ekkert svigrúm væri til launahækkana; hagfræðingur (Gylfi Zoega) var fenginn til þess að rökstyðja „takmarkaða svigrúmið“ og Seðlabankastjóri kom fram á sviðið eins og fyrir tæpum 4 árum og varaði við miklum launahækkunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fyrir tæpum 4 árum sagði Seðlabankastjóri að óðaverðbólga mundi skella á, ef orðið yrði við kaupkröfum verkslýðfélaganna. Það var orðið við þeim, en engin óðaverðbólga skall á!

Nú eykst áróður stjórnar og atvinnurekenda gegn verkafólki vegna gjaldþrots Wow air. Það er ekki nóg, að ríkið (skattgreiðendur) greiði stórfé til þess að koma farþegum heim, sem eru strandaglópar vegna gjaldþrots Wow air heldur á líka að hafa af verkafólki sanngjarna launahækkun. Slíkt kemur ekki til greina.

Upplýst hefur verið, að Wow air seldi hvern farseðil á 1000 kr undir kostnaðarverði. En samt tók félagið alltaf fleiri og fleiri leiguflugvélar á leigu og gat ekki borgað fyrir þær. Það var ljóst hvert stefndi en opinberir aðilar máttu ekki taka í taumana, þar eð þetta átti að vera frjáls samkeppni samkvæmt lögmálum kapítalismans og markaðurinn að leiðrétta sig sjálfur. En þegar að því kemur er leitað til ríkisins. Þá eiga skattgreiðendur að borga!

Skattgreiðendur fengu stóran reikning í bankahruninu 2008 og þeir fá einnig reikning nú. En ekki kemur til greina að láta láglaunaða verkafólkið gjalda þess líka. Ekki á að hlusta á vælið í hóteleigendum, sem búnir eru að raka til sín milljörðum síðustu árin.

Munum, að ef stjórn og SA tekst að talda launum niðri verður lífeyri aldraðra einnig haldið niðri. Þetta er samtengt.


Booking.com

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: