- Advertisement -

Ríkisstjórn þeirra fátækustu

„Á sama tíma jókst kaupmáttur heimilanna gríðarlega, sérstaklega tekjulægri hópa.“ 

NTF.

Njáll Trausti Friðbertsson Sjálfstæðisflokki segir núverandi ríkisstjórn huga mest að því fólki sem minnst á.

„Þessi ríkisstjórn hefur staðið með þeim sem minnst hafa milli handanna. Bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% á síðasta ári og 7,4% í upphafi þessa árs. Því til viðbótar er verið að bæta 2,5% við núna á miðju ári. Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 kr. í upphafi þessa árs. Húsnæðisbætur hafa hækkað um fjórðung frá miðju síðasta ári og tekjumörk voru hækkuð til jafns við hækkun bóta. Barnabætur hafa hækkað mikið að raunvirði undanfarin ár og fleiri fjölskyldur eiga kost á stuðningi en áður. Persónuafsláttur og þrepamörk í tekjuskattskerfinu hækkuðu um 10,7% í ársbyrjun. Áhrifin eru mest hjá tekjulægri heimilum. Þá verða framlög til hlutdeildarlána aukin enn frekar og stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna kerfisins tvöfölduð. Þannig verða 1.000 íbúðir byggðar árlega 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins í stað 500 á ári.“

Næst sagði Njáll Trausti:

„Ég hef áhyggjur af stöðunni á vinnumarkaði. Það þarf að semja um hóflegar launahækkanir til að fyrirbyggja víxlhækkanir launa og verðlags. Við þurfum á hóflegum langtímasamningum að halda til að hægt sé að verja lífskjörin sem okkur hefur tekist að skapa undanfarin ár, verja kaupmáttinn.“

Rétt er að bæta þessu við úr ræðu Njáls Trausta:

„Á þessu tímabili náðust verðbólgumarkmið Seðlabankans og verðbólgan fór einungis fjórum sinnum út fyrir vikmörk Seðlabankans í einn til þrjá mánuði í senn. Tvisvar fór verðbólgan örlítið upp fyrir og tvisvar örlítið niður fyrir. Á sama tíma jókst kaupmáttur heimilanna gríðarlega, sérstaklega tekjulægri hópa.“ 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: