- Advertisement -

Ríkisstjórnin lét átölulaust að nýfæddum börnum og tveggja ára bróður þeirra væri vísað úr landi

Oddný Harðardóttir skrifaði:

Ríkisstjórn Íslands sem lét nýverið átölulaust að nýfæddum börnum og tveggja ára bróður þeirra væri vísað úr landi í hættulegar aðstæður vill setja börn í varðhald.

Inger Erla Thomsen skrifar góða grein og segir þar m.a. þetta: ,,Varðhald barna á grundvelli stöðu þeirra eða foreldra þeirra sem útlendingar er aldrei nokkurn tíma barninu fyrir bestu og er brot á réttindum þeirra. Áhrif varðhalds á heilsu og þroska barna eru gífurleg og óumdeilanleg.

Það skýtur skökku við að Ísland ætli nú að setja börn í varðhald við landamærin á sama tíma og önnur ríki byggja upp mannúðlegri úrræði til að forðast slíkt. En Belgía hefur m.a. lagt bann við varðhaldi barna, Þýskaland hefur skuldbundið sig til að gera það líka og Írland setur börn ekki í varðhald. Reynsla annarra ríkja sýnir að önnur úrræði en varðhald eru betri fyrir yfirvöld, þjóðarbúið, samfélagið allt og fólkið sjálft.”


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: