- Advertisement -

Sagði andúð skýra neikvætt mat útlendinga á íslensku bönkunum

Árin fyrir hrun. 5. Kafli.

Morgunblaðið 1.4. 2006

„Við höfum að undanförnu fengið smjörþefinn af slíku. Vissulega er margt af því sem fram hefur komið í margfrægum skýringum erlendra greiningardeilda missagt og annað byggt á misskilningi, röngum upplýsingum og í undantekningartilfellum á augljósri andúð á íslenskum bönkum og starfsemi þeirra. Allt slíkt verður að harma og jafnvel fordæma þar sem tilefni eru til.“

Þetta er meðal þess sem Morgunblaðið hefur eftir þáverandi seðlabankastjóra, Davíð Oddssyni, í byrjun apríl 20016. Erlend greiningarfyrirtæki höfðu þá gagnrýnt íslensk efnahagsmál harkalega. „Niðurstaða okkar er er að Ísland sé nánast, á alla mælikvarða, litið í verri stöðu en Taíland var fyrir kreppuna 1997 og aðeins lítillega betur statt en Tyrkland fyrir 2001,“ sagði meðal annars í erlendum varnaðarorðum um efnahagsástandið hér á landi.

Í frétt Morgunblaðsins segir enn fremur:

„Fram kom í máli Davíðs að það væri áhyggjuefni að eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði hér á landi, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, hefðu ekki styrkst í takt við hratt stækkandi fjármála- og bankaviðskipti. Tryggja þyrfti að eftirlitsstofnanirnar gætu keppt um hæfan mannskap til að sinna þeim verkefnum sem lög kvæðu á um. „Íslensku bankarnir hafa góðan skilning á því að það hefur grundvallarþýðingu fyrir álit matsfyrirtækja og erlendra greiningardeilda, að stofnanir á borð við Seðlabanka og Fjármálaeftirlit séu taldar öflugar og trúverðugar,“ sagði Davíð.“

„Davíð sagði að innri staða íslenska bankakerfisins væri mjög traust.“

Þetta var ekki allt: „Davíð sagði að innri staða íslenska bankakerfisins væri mjög traust og það uppfyllti ströngustu kröfur sem gerðar væru til þess. „Á hinn bóginn á að taka þá atburðarás sem við höfum upplifað síðan í nóvember mjög alvarlega. Sníða þarf af íslenska bankakerfinu þá annmarka sem erlendir álitsgjafar hnjóta aftur og aftur um, jafnvel þótt þeir annmarkar séu iðulega miklaðir og oftúlkaðir. Hægja þarf á vexti útlána eins og lofað hefur verið. Bæta þarf verulega upplýsingagjöf einstakra fjármálastofnana og til álita kemur sameiginlegt átak allra aðila í þeim efnum. Forðast þarf í því sambandi hvers konar skrum sem lítið skilur eftir,“ sagði Davíð Oddsson.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: