- Advertisement -

Samfylkingin eins og hver annar ruslflokkur

Brynjar Níelsson setti á blað:

Mér hefur fundist fjölmiðlar undarlega áhugalitlir um þennan landsfund Samfylkingarinnar. Hann var nefnilega stórmerkilegur af fleiri en einni ástæðu. Formaðurinn lýsti því yfir að hann ætli að bjóða kjósendum upp á skýran valkost um að færa meirihlutann í borginni inn í landsmálin og í raun útiloka aðra flokka í samstarf. Takk fyrir það, Logi.Annað merkilegt við þennan landsfund var að mest áberandi þingmaður Samfylkingarinnar steinlá í kosningu í varaformannsembættið. Einhver myndi segja að það hefði verið met í vanmati á aðstæðum. Það heyrist ekki boffs í traustum Samfylkingarmiðlum eins og Kjarnanum um þessi tíðindi og engar pólitískar greiningar. Fjölmiðlar láta eins og Samfylkingin sé eins og hver annar ruslflokkur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: