- Advertisement -

Seðlabankinn þakkar krónunni

„Hækkun á gengi krónunnar hefur leikið lykilhlutverk í aðlögun þjóðarbúsins að þeim búhnykkjum sem hafa fallið því í skaut undanfarin misseri og líklegt að svo verði áfram.“ Svo segir í glænýju hefti Peningamála Seðlabanka Íslands.

Bankinn spáir að gengið haldi áfram að hækka út næsta ár og að hægja muni á efnahagsumsvifum. „Með því að draga úr hagvexti og lækka verð á innfluttri vöru og þjónustu vegur gengishækkunin á móti innlendum verðbólguþrýstingi. Það gerir Seðlabankanum kleift að halda verðbólgu við verðbólgumarkmiðið með lægri vöxtum en ella.“

Á meðfylgjandi grafi sést möguleg efnahagsþróun hefði gengi krónunnar ekki hækkað eins og raun ber vitni. „Fráviksdæmið gerir ráð fyrir að gengisvísitalan hafi haldist óbreytt í 207 stigum frá árinu 2014 og út spátímann. Það felur í sér að gengi krónunnar hafi verið um fimmtungi lægra í lok árs 2016 en það var í raun og ríflega fjórðungi lægra árið 2019 en gert er ráð fyrir í núverandi grunnspá.“

-sme

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: