- Advertisement -

Segir þingnefnd vantreysta borgarstjóra

Hugsanlegur flugvöllur í Hvassahrauni.

„Stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur lagt fram fyrirspurn til borgarstjóra um samkomulag ríkisins við Reykjavíkurborg um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni,“ segir í bókun Vigdísar Hauksdóttur í borgarráði.

„Miklar áhyggjur nefndarinnar eru fullkomlega réttmætar og ljóst að ekkert traust ríkir í garð borgarstjóra um að samkomulagið haldi,“ bókar Vigdís.

„Er vísað í samkomulag sem borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu þann 28. nóvember sl. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar meðan unnið verði að undirbúning og byggingu nýs flugvallar þannig að hann geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt þar til nýr flugvöllur er tilbúinn,“ segir í bókuninni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Í samkomulaginu lýsir Reykjavík yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi. Lýsir stjórnin yfir miklum áhyggjum um að samkomulagið haldi ekki því í greinargerð með frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkur til 2024 er gert ráð fyrir nýju íbúðahverfi í Skerjafirði sem hefur áhrif á athafnasvæði flugvallarins og vísað er í breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur. Óskað er eftir að borgarstjóri staðfesti sameiginlegan skilning hans og ráðherra um að flugvöllurinn verði tryggður í Vatnsmýrinni. Í loðnu svari borgarstjóra er vísað í „Samkomulag um skipulag og uppbyggingu á landi ríkisins við Skerjafjörð“ sem gert var 1. mars 2013 þar sem borgin „skuldbatt“ sig til að hraða skipulagi og uppbyggingu umrædds svæðis.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: