- Advertisement -

Segist eiga inni 230 milljónir króna vegna ólöglegra breytinga á tollskrá

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, sem er yfirmaður bæði ráðuneytisins og Skattsins og ber ábyrgð á athöfnum þeirra samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð.

Ólafur Stephensen.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, skrifar eftirtektaverða grein á Vísi. Málið er tilkomið þar sem fjármálaráðuneyti Bjarna og skatturinn hafa beygt út af réttri braut. Í grein Ólafs segir meðal annars: „Ekki var að heyra á ráðherranum að hann hygðist axla neina ábyrgð á þeim afglöpum undirmanna sinna sem hér hafa verið rakin.“

Hér má lesa greinina.

Hér á eftir fara valdir kaflar úr greininni:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ráðherrann ætti að beita sér fyrir þessu og gangast þannig við ábyrgð sinni á klúðrinu.

Félag atvinnurekenda hefur undanfarið vakið athygli á málsmeðferð yfirvalda, einkum og sér í lagi Skattsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í máli sem varðar tollflokkun pitsuosts sem blandaður er með jurtaolíu. Málið hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum og fulltrúar FA röktu það fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sl. miðvikudag.

Málið varðar mikla hagsmuni; þannig fékk félagsmaður FA, sem hafði flutt ostinn inn í flokki 2106 samkvæmt ráðleggingum starfsmanna Skattsins, 230 milljóna króna bakreikning eftir að tollflokkuninni var breytt, af því að varan hefði verið „ranglega“ tollflokkuð!

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, sem er yfirmaður bæði ráðuneytisins og Skattsins og ber ábyrgð á athöfnum þeirra samkvæmt stjórnarskránni og lögum um ráðherraábyrgð, svaraði fyrir þessa makalausu stjórnsýslu í fyrirspurnatíma á Alþingi sl. miðvikudag. Ekki var að heyra á ráðherranum að hann hygðist axla neina ábyrgð á þeim afglöpum undirmanna sinna sem hér hafa verið rakin, en hann sagði þó bæði ráðuneytið og Skattinn reiðubúin að „veita fullt gagnsæi um forsendur fyrir ákvarðanatöku“ og „veita allar upplýsingar sem við getum.“ Þó það nú væri – bara svolítið seint þegar upplýsingum hefur verið leynt misserum saman. Ekkert kom hins vegar fram um hvernig ráðherrann hygðist rétta hlut fyrirtækisins sem í hlut á.

Óhjákvæmilegt er annað en að gera athugasemdir við rangfærslur og útúrsnúninga ráðherrans, sem voru furðumargir í aðeins þriggja mínútna máli á þessum þingfundi.

Í fyrsta lagi þarf að rétta hlut fyrirtækisins, sem í hlut á, og endurgreiða því þá tolla og sektarálag sem lagt var á vörurnar. Í öðru lagi þarf að breyta tollflokkun pitsuosts með jurtaolíu til rétts horfs. Í þriðja lagi þarf að leiðrétta þá stöðu að dómur Landsréttar, kveðinn upp á röngum forsendum, standi óhaggaður enda gengur hann þvert á alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Augljóst er að allar forsendur eru fyrir endurupptöku málsins fyrir dómstólum. Ráðherrann ætti að beita sér fyrir þessu og gangast þannig við ábyrgð sinni á klúðrinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: