- Advertisement -

Sendu naflaskoðunina til stjórnar

Stjórnmál Sóley Björk Stefánsdóttir, sem bauð sig fram til varaformanns hjá Vinstri grænum, flutti tillögu um að flokkurinn héldi málþing þar sem rætt yrði hvað má læra af ríkisstjórnarsamstarfi Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Tillögunni var vísað til stjórnar.

Sóley flutti tillögu sína og ætlaði henni að koma í stað þessa hér: „Landsfundur biðst jafnframt afsökunar á þætti hreyfingarinnar í ferlinu þegar fyrstu sérleyfin voru undirrituð 2013 af ráðherra Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Hreyfing sem ekki beitir sér eindregið gegn nýtingu jarðefnaeldsneyta getur ekki með réttu látið kenna sig við grænt framboð.“

Landsfundurinn tók ekki afstöðu til þessa hér að framan og sendi málamiðlunina til stjórnar.

Í útvarpsþættinum Sprengisandur á Bylgjunni sagði Sóley Björk að henni þætti ekki rétt að biðjast aðeins afsökunar á aðkomunni að olíuleitinni. Skoða þyrfti og ræða gerðir flokksins á síðasta kjörtímabili, þar sem margt gott hefði verið gert og annað miður.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: