- Advertisement -

Sérbýli falla hratt í verði

Neytendur „Eina ástæðu þess að dregið hafi úr verðhækkunum á sérbýli gæti verið að finna í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Töluverður afsláttur fékkst af verði íbúða fyrir einstaklinga sem fóru þá leið. Mögulega hefur stór hluti þeirra sem komu inn með gjaldeyri á þennan hátt fjárfest í sérbýli, sem eru alla jafna dýrari eignir. Minni afsláttur á þennan máta hefur því áhrif á fasteignaverð á dýrari endanum.“

RaunverdHusnaedis-515Þetta kemur fram í grein hjá greiningardeild Landsbankans, en þar er verið að fjalla um að íbúðarverð hefur lækkað undanfarna tvo mánuði. Það er nær eingöngu vegna lækkana á verði sérbýlis, en sérbýli hefur lækkað um alls 4,3 prósent síðan í apríl. Enn heldur áfram að draga í sundur með fjölbýli og sérbýli en sú þróun hófst um mitt ár 2012 Undanfarið ár hefur verð sérbýlis einungis hækkað um 0,5 prósent á sama tíma og verð fjölbýlis hefur hækkað um níu prósent.

„Nokkrar sveiflur geta verið í íbúðaverði og því betra að líta yfir lengra tímabil til þess að eyða skammtímasveiflum. Það má velta því fyrir sér hvort krafturinn í verðhækkunum hafi náð tímabundnu þaki líkt og gerðist árið 2012, þá fór að draga mjög úr verðhækkunum og líkt og nú var skýringuna helst að finna í verðþróun á sérbýli.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: