- Advertisement -

Síðasti naglinn í líkkistu Icelandair?

„Spurning hvort þessi kolranga og siðlausa ákvörðun stjórnenda fyrirtækisins sé síðasti naglinn í líkkistu Icelandair,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson.

„Eitt er víst að verkalýðshreyfingin verður að tryggja að lífeyrissjóðir launafólks verði ekki notaðir til að tryggja áframhaldandi rekstur þessa fyrirtækis í ljósi þess að fyrirtækið gerir harða atlögu að grundvallar réttindum hins vinnandi manns sem er samningsfrelsið í gegnum stéttarfélögin sín,“ skrifar Vilhjálmur.

„Minni á að lífeyrissjóðir launafólks eiga yfir 50% í Icelandair og ég trúi ekki að meirihlutaeigandi fyrirtækisins sem eru lífeyrissjóðirnir láti þessa aðför að samningsfrelsi launafólks átölulaust!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: