- Advertisement -

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ekki rusl­flokk­ur“

„Það er mik­il bjart­sýni að halda að hægt sé að ein­angra stjórn­mál við hug­sjón­ir.“

Vilhjálmur Bjarnason röntgengreinir sinn eigin flokk: „Það hef­ur verið til stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi sem hef­ur hangið sam­an á því að út­hluta gæðum af al­manna­eign.“

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ekki rusl­flokk­ur,“ þannig fullyrðir Vilhjálmur Bjarnason, fyrrum þingmaður flokksins, í langri greiningu um Sjálfstæðisflokksins, sem birt er í Mogga dagsins.

Vilhjálmur bítur í sinn eigin flokk: „Það ork­ar ávallt tví­mæl­is þegar spurt er hvað ein­kenn­ir stjórn­mála­flokk. Stjórn­mála­flokk­ar ættu að grund­vall­ast á hug­sjón­um og hug­mynda­fræði. Stjórn­mála­flokk­ur get­ur ekki grund­vall­ast á hags­mun­um og út­hlut­un gæða. Það kann að vera leið til öfl­un­ar fylg­is að út­hluta gæðum til fárra, en þeir sem þurfa að greiða fyr­ir þurfa þá að gæta sinna hags­muna. Það er hægt að gera með því að breyta leik­regl­um.“

Og enn nánari greining á flokknum: „Það hef­ur verið til stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi sem hef­ur hangið sam­an á því að út­hluta gæðum af al­manna­eign.“

Hvað sem segja um skýringar Villa Bjarna er víst að mikið er til í þessu: „Það er mik­il bjart­sýni að halda að hægt sé að ein­angra stjórn­mál við hug­sjón­ir.“ Hingað til hafa hagsmunir drepið allar hugsjónir. Og svo verður eflaust áfram, að óbreyttu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: