- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er í gíslingu

Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins, skrifar:

Núverandi ríkisstjórn er einfaldlega hræðileg fyrir venjulegt vinnandi fólk. Vg hefur fengið sín kynlausu klósett og hælisleitendur, Bjarni fengið að gramsa í Lindarhvoli og víðar og Sigurður Ingi hefur fengið að raða sínum hrossum og bikkjum í sérfræðistöður og sópað nær öllu vegafé landsmanna í eigið kjördæmi.

Það er af og frá að aulalegur vandræðagangur forystu Sjálfstæðisflokksins um hvort flokkurinn ætli að vera eða vera ekki í ríkisstjórn, sé Vg að kenna. Svikaflokkurinn Vg getur ekki verið stór breyta enda alls óvíst að flokkurinn nái inn á þing. 

Vandi Sjálfstæðisflokksins er miklu frekar sú harða stefna sem Bjarni Ben hefur rekið fyrir hönd 1 prósent ríkustu landsmanna á kostnað þjóðarinnar.  

Ég man þá tíð þar sem ganga mátti að því sem vísu að megnið af sjálfstæðum atvinnurekendum fylgdu flokknum og skipti þá einu hvort um voru að ræða trillukarlar, leigubilstjórar, sjálfstæðir smiðir eða bifvélavirkjar. Nú er öldin önnur þar sem Sjálfstæðiflokkurinn talar hvorki um né við minni atvinnurekendur.

Unga fólkinu er vissulega enn boðið upp á bjór og pizzu í Valhöll en samt ekki aðra framtíð en að verða leiguliðar hjá okurleigufélögum sem starfa í skjóli „Sjálfstæðis“-flokksins.

Núverandi ríkisstjórn er einfaldlega hræðileg fyrir venjulegt vinnandi fólk. Vg hefur fengið sín kynlausu klósett og hælisleitendur, Bjarni fengið að gramsa í Lindarhvoli og víðar og Sigurður Ingi hefur fengið að raða sínum hrossum og bikkjum í sérfræðistöður og sópað nær öllu vegafé landsmanna í eigið kjördæmi.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: