- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn fastur í bakkgír

Þegar búið er að grisja reglu­gerðarfrum­skóg­inn og koma bönd­um á eft­ir­litsiðnaðinn, verður líf allra lands­manna þægi­lega og lífs­kjör­in betri.

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er dómharður um eigin flokk:

„For­senda þess að við náum ár­angri í þess­um efn­um er að við kjörn­ir full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins viður­kenn­um að okk­ur hef­ur miðað lítt áfram og jafn­vel færst aft­ur á bak á und­an­förn­um árum. Eitt stærsta verk­efni kom­andi miss­era og ára er að ein­falda allt reglu­verk og gera það skil­virk­ara; draga úr kostnaði og auka sam­keppn­is­hæfni at­vinnu­lífs­ins. Við get­um orðað þetta skor­in­ort: Gera lífið ein­fald­ara, þægi­legra og ódýr­ara,“ skrifar hann í vikulegri Moggagrein sinni.

Óli Björn ber af öðrum þingmönnum flokksins.

Óli Björn má eiga það að hann ber af öðrum þingmönnum flokksins. Sökum þess að hann er með pólitísk sýn. Sama hvort fólk er sammála þingmanninum eða ekki verður að viðurkennast að hann er alvöru pólitíkus.

Eftirlitsstofnanir eru eitur í beinum Óla Björns og hann mun ekki láta hætta fyrr en þær heyra sögunni til, eða verða allt aðrar og minni en nú er.

„Með skýr mark­mið að leiðarljósi eru góðar lík­ur á að ár­ang­ur ná­ist. Þegar búið er að grisja reglu­gerðarfrum­skóg­inn og koma bönd­um á eft­ir­litsiðnaðinn, verður líf allra lands­manna þægi­lega og lífs­kjör­in betri. Og þá geta all­ir hlakkað til morg­undags­ins, eins og sagði í yf­ir­skrift flokks­ráðsfund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ skrifaði Óli Björn.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: