- Advertisement -

Skerjafjörður á dagskrá í maí

„Fulltrúar Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því að sett yrði á dagskrá fundarins umræða um fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði í ljósi þeirra umhverfisáhrifa sem slík uppbygging mun hafa,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks og Miðflokks frá fundi umhverfis og heilbrigðisráðs Reykjavíkur.

„Þrátt fyrir þessa ósk hefur formaður ráðsins ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá og gerðar eru alvarlegar athugasemdir við að sú ósk sé hundsuð. Þá verður að teljast undarlegt að formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs sá ekki ástæðu til að fagráðið fengi tillögur að úthlutunaráætlun lóða í Skerjafirði til umfjöllunar áður en málið var afgreitt úr borgarráði.

Vel að merkja stýrði Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs umræddum fundi borgarráðs þegar ákvörðunin var tekin og var bent á þá staðreynd að umhverfis- og heilbrigðisráð hefði ekki fjallað um málið. Um er að ræða gríðarlega stórt umhverfismál sem varðar strandlengjuna í Skerjafirði þar sem fyrirhuguð er mikil landfylling og þau áhrif sem uppbygging á þessu svæði mun hafa á vatnsbúskapinn í Vatnsmýri. Þessi framganga sýnir svo ekki verður um villst metnaðar- og áhugaleysi meirihlutans í umhverfismálum,“ segir í bókuninni.

Meirihlutinn bókaði síðan: „Formaður ákveður dagskrá fundar í samvinnu við sviðsstjóra og starfsfólk sviðsins. Ákveðið var að hafa kynningu á uppbyggingu í Skerjafirði á fundi í maí.  Því verður orðið við bón Mörtu Guðjónsdóttur og Vigdísar Hauksdóttur, fulltrúa í umhverfis- og heilbrigðisráði.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: