- Advertisement -

Sósíalistar ráðast að rótum vandans

Sósíalistar berjast fyrir frelsi náttúrunnar, sem er nú í helgreipum hins miskunnarlausa kapítalisma.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Frá fundi Sósíalistaflokksins.

Kjarninn í sósíalisma er lýðefling. Ekki lýðskrum (popúlismi). Markmiðið er að fólk fái tækifæri til að hafa sem mest áhrif í eigin lífi með beinum hætti. Í nærumhverfinu, á vinnustaðnum, í skólanum, verkalýðsfélaginu, í sveitarfélaginu, í bænum og í því umhverfi sem hefur áhrif á velferð þess og afkomu. Ég er sósíalisti vegna þess að ég styð lýðræði og frelsi í sinni víðustu merkingu, ekki bara til að kjósa eitthvað fólk í einhverjum stjórnmálaflokki (sem búið er að forvelja) 4 sinnum á ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er ekki hægt að græða sárin nema með meðhöndlun sem virkar.

Að sjálfsögðu er stefnumótun um réttlátt samfélag ekki eitthvað sem nokkrir sósíalistar smíða einir og sér í reykmettuðu herbergi. Sósíalistaflokkur Íslands er trúr kjarnanum. Það eru félagarnir í flokknum sem valdir eru af handahófi sem búa til stefnur í öllum málaflokkum. Þá styður flokkurinn við sjálfstæðisbaráttu hinna ýmsu hópa sem ekki hafa fengið rödd t.d. í húsnæðismálum, velferðarmálum, verkalýðsmálum, málefnum öryrkja og eftirlaunafólks.

Að tilstuðlan Sósíalistaflokksins hefur orðið til sjóður, Maístjarnan, sem hefur það verkefni að styðja jaðarsetta hópa til að byggja upp samtök eða annan vettvang til að berjast fyrir tilveru sinni, bættum lífsskilyrðum, öryggi og frelsi.

Allan tímann eru sósíalistar að ráðast að rótum vandans en ekki að setja bara plástur á sárin. Það er ekki hægt að græða sárin nema með meðhöndlun sem virkar. Eins er með samfélagið. Það er ekki endalaust hægt að púkka upp á kerfi sem er ekki að virka í nútímanum. Það verður að ráðast í gagngerar breytingar, ef kerfið á að gróa þannig að allir þegnar þess njóti vellíðunar. Ekki bara sumir heldur allir. Það á líka við um náttúruna. Núverandi þjóðskipulag virkar ekki fyrir umhverfið, heldur hefur skapað þá mestu hamfarahlýnun sem sögur fara af. Sósíalistar berjast fyrir frelsi náttúrunnar, sem er nú í helgreipum hins miskunnarlausa kapítalisma.

Lesa má stefnur í hinum ýmsu málaflokkum á vef flokksins, sosialistaflokkurinn.is. Verið er að undirbúa slembival úr félagaskrá til að smíða fleiri stefnur.

Sumir ásaka mig fyrir að hafa ekki tilbúna stefnu í öllum málum. Þá svara ég! „Heyrðu, ég er vinstri manneskja og sósíalisti sem aðhyllist lýðeflingu. Ég ætla ekki fara að taka mér það vald að ákvarða ein og með einhverjum útvöldum í reykmettuðu herbergi, hver stefna Sósíalistaflokks Íslands er. Við gerum það saman. Og eigum öll sömu möguleika til að verða valin af handahófi í málefnahópa.“

Á myndinni eru sósíalistar að greiða atkvæði með rauðri örklemmu úr pappír þar sem markmið og gildi flokksins koma fram, en þau eru: Frelsi, jöfnuður, mannhelgi og samkennd.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: