- Advertisement -

Stefna Sjálfstæðisflokks mun hamla fram­förum í öll­um stórum mála­flokk­um

Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn yrði, á ein­hverj­um tíma­punkti, ör­flokk­ur, þá væri verið að eiga við allt öðru­vísi flokk í rík­is­stjórn.

Kristrún Frostadóttir.

Hér á eftir fer stuttur kafli úr Moggaviðtalinu við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar. Hún útilokar ekki samstarf við Sjálfstæðisflokkinn en varar við stefnu þess flokks. Hún segist hafa sagt við fólk að hætta að fókusera á Sjálfstæðisflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn virðist henni ofarlega í huga. Hér er stuttur kafli úr þessu langa viðtali. Fyrst er það spurning blaðamanns Moggans og svo svo svar formanns Samfylkingarinnar:

Útil­ok­ar þú rík­is­stjórn­ar­sam­starf við ein­hverja flokka, til dæm­is Sjálf­stæðis­flokk­inn?

„Ég hef ekki viljað fara þá leið að úti­loka flokka og fyr­ir því er ein­föld ástæða. Ég vil að fólk kjósi Sam­fylk­ing­una út af okk­ur, ekki út af því hvað við erum ekki. Mér finnst stimpl­ar sem fel­ast í því að segja: Við lof­um að gera ekki þetta til marks um flokk sem treyst­ir sér ekki til að segja: Þetta eru okk­ar verk­efni, treystið okk­ur til verka og þið fáið rík­is­stjórn sem skil­ar verk­efn­um af sér.

Þú gætir haft áhuga á þessum

…vand­inn með Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn verið sá að hann hef­ur verið for­ystu­flokk­ur…

Ef stefn­an sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur rekið und­an­far­in ár og ára­tugi verður óbreytt eft­ir næstu kosn­ing­ar þá mun það hamla fram­förum í svo að segja öll­um okk­ar stóru mála­flokk­um svo mjög að afar erfitt verður að fara í rík­is­stjórn með þeim.

Ef Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn yrði, á ein­hverj­um tíma­punkti, ör­flokk­ur, þá væri verið að eiga við allt öðru­vísi flokk í rík­is­stjórn. Hingað til hef­ur vand­inn með Sjálf­stæðis­flokk­inn í rík­is­stjórn verið sá að hann hef­ur verið for­ystu­flokk­ur í lands­mál­um af því hann hef­ur verið stærsti flokk­ur­inn.

Ég hef sagt við fólk: Hætt­um að fókusera á Sjálf­stæðis­flokk­inn og það hvort ég ætla að vinna með hon­um. Komið með mér í það verk­efni að gera sósíaldemókratískan flokk á Íslandi að stærsta flokki lands­ins. Sam­ein­um fólk frá miðju til vinstri og sköp­um okk­ur stöðu þar sem við þurf­um ekki á Sjálf­stæðis­flokkn­um að halda.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: