- Advertisement -

Stjórnarskrárvarin réttindi lítilsvirt

Inga Sæland skrifaði grein í Mogga dagsins. Geinin er birt hér.

Það er eng­inn skort­ur á sjálfs­hóli rík­is­stjórn­ar­inn­ar um eigið ágæti og hvernig hún hafi staðið vörð um hvers kyns mann­rétt­indi. Hvernig skyldi þá standa á því að þau gera akkúrat það gagn­stæða og fót­umtroða grund­vall­ar­mann­rétt­indi? Hvar eru fæði, klæði og hús­næði fyr­ir alla svo ég tali nú ekki um aðgang að lífs­nauðsyn­legri heil­brigðisþjón­ustu?

Við skul­um átta okk­ur á því að fórn­ar­lömb vax­andi fá­tækt­ar í boði þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar eru sak­laus börn. Börn­in sem eiga ekk­ert val, geta ekki fengið að sinna tóm­stund­um sem kosta pen­inga, eng­ar íþrótt­ir, ekk­ert tón­list­ar­nám, eng­in ný föt, oft og iðulega eng­inn mat­ur á disk­inn. Fá­tækt barn­anna okk­ar hef­ur vaxið um hátt í 50% á sl. sex árum und­ir stjórn Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fer með mála­flokk­inn. Sami flokk­ur og gerði það að sínu helsta kosn­ingalof­orði fyr­ir síðustu alþing­is­kosn­ing­ar að ætla að fjár­festa í mannauðnum. Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef það að segja sann­leik­ann er að vera orðljót, þá er eitt ör­uggt: Ég verð áfram orðljót!

Ég hef ít­rekað og ekki að ástæðulausu vísað til 76. gr. stjórn­ar­skrár lýðveld­is­ins Íslands nr. 33/​1944. Það er eitt að berj­ast fyr­ir nýrri stjórn­ar­skrá, sem löngu er orðið tíma­bært, en annað að berj­ast fyr­ir því að sú sem við búum við í dag sé virt en ekki fót­umtroðin.

76. gr. hljóðar svo:

1. mgr. „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lög­um rétt­ur til aðstoðar vegna sjúk­leika, ör­orku, elli, at­vinnu­leys­is, ör­birgðar og sam­bæri­legra at­vika.“

Ef­ast ein­hver um að stjórn­völd traðka þessa mgr. í svaðið hvern ein­asta dag. Sára­fá­tæk­ir ör­yrkj­ar, sára­fá­tækt eldra fólk, sára­fá­tæk­ar fjöl­skyld­ur sem ná ekki end­um sam­an og stefn­ir í að þúsund­um sam­an muni missa heim­ili sín vegna van­hæfni þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar. Fár­veikt fólk sem látið er átölu­laust að búi á göt­unni og eigi ekki í nein hús að venda, jafn­vel frjósi í hel þar sem það hef­ur lagst til svefns á bekki í al­menn­ings­garði og dáið þar úr kulda og vos­búð.

2. mgr. „Öllum skal tryggður í lög­um rétt­ur til al­mennr­ar mennt­un­ar og fræðslu við sitt hæfi.“

Ný­út­kom­in Pisa-könn­un er aug­ljós vitn­is­b­urður um hvernig þessi stjórn­ar­skrár­vörðu rétt­indi eru tröðkuð í svaðið. Vitn­is­b­urður um að tæp­lega helm­ing­ur barna er að út­skrif­ast eft­ir 10 ára grunn­skóla­nám ólæs eða með lé­leg­an lesskiln­ing. Framtíð þeirra er þyrn­um stráð og það í boði van­hæfr­ar rík­is­stjórn­ar.

3. mgr. „Börn­um skal tryggð í lög­um sú vernd og umönn­un sem vel­ferð þeirra krefst.“

Börn­in eru án nokk­urs vafa fórn­ar­lömb vax­andi fá­tækt­ar sem þessi rík­is­stjórn hef­ur áskapað þeim.

Ef það að segja sann­leik­ann er að vera orðljót, þá er eitt ör­uggt: Ég verð áfram orðljót!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: