- Advertisement -

Stjórnmálabarátta Sósíalistaflokksins skilar árangri!

Mér hefur fundist orðræða Gunnars Smára, sem talar fyrir flokkinn, mjög beitt.

Haukur Arnþórsson skrifar:

Það er greinilegt að stjórnmálin á Íslandi eru farin að líta á Sósíalistaflokkinn sem sterkt umbótaafl. Það gerir Mogginn líka. Ábendingar flokksins hafa haft áhrif á amk tvær af nýjum ákvörðunum ríkisstjórnarinnar:

  1. Við afléttingu á fjárbindingu bankanna (aflétting á 2% veiflujöfnunarauka) sem gaf bönkunum aukalega 60 milljarða – var það skilyrði sett að bankarnir greiddu ekki út arð.
  2. Við nýja ákvörðun á þátttöku Vinnumálastofnunar við greiðslu atvinnuleysisbóta þar sem hlutfallið var sett 75% – var ákveðið að enginn fengi minna en 400 þús. kr. laun þannig að tekjulægsti hópurinn fær 100%.

Þá hefði kannski ekki farið eins og fór.

Mikið hefði komið sér vel fyrir láglaunafólk að hafa slíkan málsvara í aðdraganda fjármálahrunsins fyrir um 10 árum. Þá hefði kannski ekki farið eins og fór fyrir þeim tekjuhópi.

Mér hefur fundist orðræða Gunnars Smára, sem talar fyrir flokkinn, mjög beitt. Sá sem ryður brautina þarf að tala skýrt og bíta enda þótt einhverjir kveinki sér – svo geta hinir sem tala á lægri nótum komið á eftir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: