- Advertisement -

Stöðugleiki í gjaldmiðlamálum er ekki til

Gunnar Smári skrifar:

Ég sskrifaði í gær um lækkun krónunnar og varð var við það í kjölfarið að margt fólk ofmetur stórlega hversu mikið krónan sveiflast miðað við aðra gjaldmiðla. Hér er því sveifla ýmissa gjaldmiðla gagnvart dollar síðustu tíu árin, þ.e. mun á lægsta punkti upp í þann hæsta.

 • Argentínski pesóinn; 1811,66%
 • Tyrknesk líra: 430,75%
 • Brasilíski realinn: 262,15%
 • Rússneska rúblan: 201,48%
 • Suður-Afríkanska randið: 193,34%
 • Norsk króna: 125,67%
 • Mexíkanski pesóinn: 111,58%
 • Ástralski dollarinn: 92,16%
 • Serbneski dínarinn: 78,99%
 • Indverska rúpían: 76,17%
 • Pólskt zloty: 62,11%
 • Nýsjálenski dollarinn: 56,81%
 • Kanadadollar: 54,46%
 • Íslensk króna: 51,07%
 • Breska pundið: 49,32%
 • Evra: 42,84%
 • Svissneski frankinn: 42,47%
 • Albanskt lek: 39,05%
 • Suður-Kóreska wonið: 25,70%
 • Kínverski júaninn: 18,85%
 • Sádi Arabíski Riyalinn: 1,51%
 • Líbanonska pundið: 1,34%

Í sjálfu sér felur það ekki í sér stöðugleika að tengja krónuna við einn gjaldmiðil. Sá er föst stærð, heldur fleki sem rís og hnígur eftir ölduganginum. Að leita eftir stöðugleika í gjaldmiðlamálum er leit af einhverju sem ekki er til. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Líbanon er pundið bundið við dollar og sveiflast lítið, en þar er enginn efnahagslegur stöðugleiki. Og af þeim sökum, m.a. annars, logar landið.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: