- Advertisement -

Stöðugleiki í gjaldmiðlamálum er ekki til

Gunnar Smári skrifar:

Ég sskrifaði í gær um lækkun krónunnar og varð var við það í kjölfarið að margt fólk ofmetur stórlega hversu mikið krónan sveiflast miðað við aðra gjaldmiðla. Hér er því sveifla ýmissa gjaldmiðla gagnvart dollar síðustu tíu árin, þ.e. mun á lægsta punkti upp í þann hæsta.

  • Argentínski pesóinn; 1811,66%
  • Tyrknesk líra: 430,75%
  • Brasilíski realinn: 262,15%
  • Rússneska rúblan: 201,48%
  • Suður-Afríkanska randið: 193,34%
  • Norsk króna: 125,67%
  • Mexíkanski pesóinn: 111,58%
  • Ástralski dollarinn: 92,16%
  • Serbneski dínarinn: 78,99%
  • Indverska rúpían: 76,17%
  • Pólskt zloty: 62,11%
  • Nýsjálenski dollarinn: 56,81%
  • Kanadadollar: 54,46%
  • Íslensk króna: 51,07%
  • Breska pundið: 49,32%
  • Evra: 42,84%
  • Svissneski frankinn: 42,47%
  • Albanskt lek: 39,05%
  • Suður-Kóreska wonið: 25,70%
  • Kínverski júaninn: 18,85%
  • Sádi Arabíski Riyalinn: 1,51%
  • Líbanonska pundið: 1,34%

Í sjálfu sér felur það ekki í sér stöðugleika að tengja krónuna við einn gjaldmiðil. Sá er föst stærð, heldur fleki sem rís og hnígur eftir ölduganginum. Að leita eftir stöðugleika í gjaldmiðlamálum er leit af einhverju sem ekki er til. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í Líbanon er pundið bundið við dollar og sveiflast lítið, en þar er enginn efnahagslegur stöðugleiki. Og af þeim sökum, m.a. annars, logar landið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: