- Advertisement -

Gylfi stappar matinn ofan í ráðherrann

…í samræmi við embætti þeirra og ábyrgð.

Prófessor Gylfi Zoega sér sig tilneyddan til að skýra betur fyrir ráðherranum Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur hvaða afleiðingar hann sér að geti orðið af tilraunum til að bjarga fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Gylfi skrifar í Moggann í dag. Skoðum:

„Ferðir innlendra sem erlendra ferðamanna yfir landamæri auka hættuna á að farsóttin komi til landsins aftur eftir að núverandi bylgja er gengin niður. Það þarf ekki sóttvarnarlækni til þess að skilja að því meiri sem hreyfanleiki fólks er, þ.e.a.s. því fleiri Íslendingar sem ferðast til útlanda og því fleiri erlendir ferðamenn sem hingað koma, þeim mun meiri hætta er á að farsóttin berist til landsins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef aukið flæði ferðamanna hefur í för með sér að farsótt geisi innan lands verður efnahagslegt tjón þjóðarbúsins margfalt meira en sá ávinningur sem fjölgun ferðamanna hefði í för með sér. Hagkerfi marga Vesturlanda hefur orðið fyrir miklu áfalli í ár, ekki vegna þess að ferðamönnum hefur fækkað heldur af því að fólk getur ekki mætt til vinnu og margvísleg viðskipti geta ekki átt sér stað. Ekki þarf að horfa mikið lengra en til Bretlands til þess að sjá slæmar efnahagslegar afleiðingar farsóttar og harkalegri sóttvarna en Íslendingar hafa hingað til kynnst.“

Grein Gylfa er langtum lengri en sá hluti hennar sem birtist hér. Greinin endar með föstu skoti á ráðherrann Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur:

„Þegar þjóðfélag okkar stendur frammi fyrir einhverju alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans þá er mikilvægt að leyfa mismunandi sjónarmiðum að koma fram og ráðamenn þurfa að sýna ábyrgð með því að bregðast við umræðu í samræmi við embætti þeirra og ábyrgð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: