- Advertisement -

Kallast þetta ekki fjárdráttur?

Fjármálaráðherrar hafa hagað sér afar illa með peninga Ofanflóðasjóðs. Svo illa að framkvæmdum sem átti að ljúka, í ár og á síðustu árum, lýkur um hálfri öld síðar, það er á seinni hluta aldarinnar. Eyrnamerktir peningar hafa verið teknir og notaðir í eitthvað allt annað en þeir áttu að fara. Þjóðin hefur borgað og borgað vissi ekki um blekkingar fjármálaráðuneytis og andvana Alþingi.

Hér að neðan eru tvo brot úr Mogganum í morgun:

„Þrátt fyr­ir að Of­an­flóðasjóði séu með lög­um markaðar sér­tekj­ur hef­ur fram­kvæmda­fé jafn­an numið veru­lega lægri fjár­hæð en tekj­um sjóðsins nem­ur. ,,Reiknað á föstu verðlagi hafa fjár­heim­ild­ir sjóðsins lækkað um 30% frá 2012 til 2020 en á sama tíma hafa tekj­ur af of­an­flóðagjaldi hækkað um tæp­lega 22% á föstu verðlagi. Und­an­far­in tíu ár hafa fjár­heim­ild­ir sjóðsins numið að meðaltali um 55% af of­an­flóðagjaldi, og tæp­lega 47% und­an­far­in fimm ár. Af­gang­ur­inn hef­ur óskipt­ur runnið í rík­is­sjóð.“ Þetta kem­ur fram á minn­is­blaði Sig­urðar Á. Snæv­arr, sviðsstjóra hag- og upp­lýs­inga­sviðs Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, um fjár­mögn­un og ráðstöf­un­ar­fé Of­an­flóðasjóðs, sem lagt var fram á sein­asta stjórn­ar­fundi sam­bands­ins.

Þá er bent á að all­stór verk­efni eru nú þegar í gangi og fram­kvæmda­fé til árs­ins 2023 muni ganga til að fjár­magna þær fram­kvæmd­ir. „Þá blas­ir við að haldi áfram sem horf­ir um fjár­fram­lög til sjóðsins muni fram­kvæmd­um sem ljúka átti 2010-2012 vart verða lokið fyrr en líður á seinni hluta 21. ald­ar­inn­ar,“ seg­ir á minn­is­blaðinu. Eins og fram hef­ur komið er áætlað að stærstu verk­efni sjóðsins sem framundan eru muni kosta um 21 millj­arð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: