- Advertisement -

Verjast fyrirsjáanlegu hruni í kauphöllinni

Gunnar Smári skrifar:

Norska stjórnin ætlar að verja 100 milljörðum norskra króna til að tryggja fyrirtækjum lánsfé til að lifa af kreppuna, helmingurinn fer til ábyrgða til lítilla og smærri fyrirtækja og helmingurinn í að kaupa skuldabréf af stærri fyrirtækjum. Þess utan fá fyrirtæki greiðslufrest á skil á sköttum, sambærilegt við það íslenskt stjórnvöld afgreiddu á föstudaginn. Hvað eru 100 milljarðar norska króna mikið? 1.344 milljarðar íslenskra. Ef við veltum þessu yfir á íslenskan veruleika miðað við höfðatölu er þessi pakki norskra stjórnvalda á stærð við 90 milljarða íslenskra innan íslenska hagkerfisins. Tilkynning norsku stjórnarinnar var send út áðan, líklega til að verjast fyrirsjáanlegu hruni í kauphöllinni í fyrramálið.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: