- Advertisement -

Sorgarsaga íslensku krónunnar i 100 ár

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifaði:

Ágúst Ólafur Ágústsson:
Ég leyfi mér því að spyrja, er þetta ekki fullreynt með íslensku krónuna?

Nú eru um hundrað ár liðin síðan ákveðið var að skrá gengi íslensku krónunnar sérstaklega. Fram til árs­ins 1920 var íslenska krón­an á pari við dönsku krón­una. Gengi dönsku krónunnar er nú um 18 ís­lensk­ar krón­ur. Ef tekið er til­lit til mynt­breyt­ing­ar­inn­ar árið 1981 er gengi dönsku krón­unn­ar um 1.800 gaml­ar ís­lensk­ar krón­ur. Verðgildi krón­unn­ar gagnvart hinni dönsku er því aðeins 0,05% af því sem það var árið 1920, sem jafn­gild­ir rýrn­un um 99,95% á þessu 100 ára tímabili. Vandfundið í veröldinni er það fyrirbæri sem hefur rýrnað jafnmikið. Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni 1981 myndi kaffibollinn kosta í dag 50.000 kr!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sumir halda að gengisfellingar (en með þeim rýrnar virði krónunnar) séu gott hagstjórnartæki en þetta sama fólk gleymir að gengisfellingar gerast á kostnað almennings. Með gengisfellingu eru verðmæti færð frá almenningi (krónur þessa fólks verða minna virði og innfluttar vörur hækka í verði) og verðmætin eru færð til útflutningsgreina s.s. útgerðarinnar og rútufyrirtækja.

Ég leyfi mér því að spyrja, er þetta ekki fullreynt með íslensku krónuna? Er 100 ára sorgarsaga ekki nóg? Eigum við ekki að leyfa íslensku krónunni að sofna sínum Þyrnirósasvefni?

Skrifin eru fengin af Facebooksíðu Ágústs Ólafs.
Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: