- Advertisement -

Sex milljarðar fluttir frá heimilunum til fjármálakerfisins

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósent. Úr 0,75 prósentum í eitt prósent.

Um þetta skrifar Vilhjálmur Birgisson:

„Það er morgunljóst að svona stýrivaxtahækkun hefur áhrif á hag heimilanna en samkvæmt Tíund blaði Ríkisskattstjóra þá skulduðu heimilin 2.266 milljarða árið 2019.

Það er mikilvægt að allir átti sig á því að eina sem gerist við vaxtahækkanir er að gríðarlegt fjármagn er flutt frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og fjármagnseigenda. En þessi 0,25% vaxtahækkun mun færa upp undir 6 milljarða frá heimilunum yfir til fjármálakerfisins.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða.

Það er ömurlegt að heimilin þurfi að taka þessar byrgðar á sig enn og aftur því 14. apríl sagði seðlabankastjóri að verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. En þetta var ekki það eina sem hann sagði í þessu viðtali heldur sagði hann að núna höfum við séð gengisstyrkingu og hann býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða.

Nú er orðið ljóst að hann hefur ekki orðið að ósk sinni um að verslunareigendur lækki hjá sér vöruverðið vegna styrkingar krónunnar og þá eru það skuldsett heimili sem þurfa að þola höggið enn og aftur. Það er svo sem alþekkt að verslunareigendur og þjónustuaðilar eru fljótir að hækka vöruverð þegar gengið fellur en eru æði tregir til að skila því til baka þegar um gengisstyrkingu er um að ræða.

Þrátt fyrir að seðlabankastjóri segi að aukin verðbólga stafi af gengisfalli krónunnar þá kyrja menn sönginn um að launahækkunum sé um að kenna!

Það blasir við að aukning verðbólgu skýrist að stærstum hluta af veikingu á gengi krónunnar, hækkun á hrávöruverði og mikilli hækkun húsnæðisverðs sem stafar m.a. vegna þess að sveitarfélögin hafa ekki verið að standa sig þegar kemur að úthlutun á lóðum.

Ég harma að Seðlabankinn skuli byrja á því að leggja auknar álögur heimilin…

Ég harma að Seðlabankinn skuli byrja á því að leggja auknar álögur heimilin sem gerir ekkert annað en að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálakerfisins.

Að sögn Seðlabankastjóra eru stýrivaxtahækkanir eitt af þeim verkfærum sem bankinn hefur til að draga úr verðbólgu með því að hækka vexti á það að leiða til samdráttar í einkaneyslu almennings.

Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja tæpa 6 milljarða frá heimilunum eins og þessi vaxtahækkun mun leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði almennings til að draga tímabundið úr einkaneyslu.

Gefum okkur að Seðlabankinn hefði gefið út að allt launafólk myndi auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,25% af sínum heildarlaunum tímabundið og það færi inn á reikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum. Með þessari aðferð myndi einkaneysla dragast saman, en fjármunirnir væru eign fólksins.

Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru, leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður.

Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings, án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: