- Advertisement -

Stórskaði hefur hlotist af verföllum

Ferðaþjónusta Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir verkföll liðinna vikna og verkfallsboðanir flugstarfsmanna á háannatíma greinarinnar hafa valdið miklu tjóni. „ Það heildartjón sem þegar hefur hlotist verður vart metið til fjár en það er staðreynd að fjárhagslegur skaði, einn og sér, hleypur á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. Áframhaldandi hótanir og óvissa er því miður enn til staðar, en við hjá SAF munum áfram fylgjast grannt með framvindu mála og leggja okkar lóð á vogarskálarnar til að stuðla að lausn mála hið allra fyrsta.“ Þetta segir í leiðara í fréttabréfi SAF.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: