- Advertisement -

Súðvíkingur fékk 30 SMS frá Veðurstofunni bara í janúar

„Okkur telst til að í tíu eða jafnvel tólf daga hafi hlíðin verið lokuð — bara í janúar, sjáið til.“

„Ég heyrði í íbúa Súðavíkur í morgun og bað hana að kíkja á símann sinn. Hún hefur fengið yfir 30 SMS frá Veðurstofunni bara í janúar um einhver hættumerki, að hlíðin sé lokuð, það sé óvissuástand eða hreinlega hættuástand.“

Þetta sagði Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna.

„Okkur telst til að í tíu eða jafnvel 12 daga hafi hlíðin verið lokuð — bara í janúar, sjáið til,“ sagði Arna Lára.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við eigum því miður dæmi um að grjóthrun hafi valdið verulegu tjóni.

„Staðan er samt sem áður sú að þessi hlíð er verulegur farartálmi. Það eru ekki bara snjóflóð heldur er hún ekki síst mjög hættuleg þegar kemur að grjóthruni. Við eigum því miður dæmi um að grjóthrun hafi valdið verulegu tjóni. Þegar ég fór að hugsa um það í morgun rifjaðist upp að við vorum afar lánsöm fyrir tveimur árum þegar fullur bíll af menntaskólanemum keyrði á bjarg og valt. Sem betur fer lifðu allir af en það hefði getað farið mjög illa,“ sagði Arna Lára sem leggur til að Alþingi fela Sigurði Inga Jóhannssyni að hann geri ráð fyrir göngum milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar.

„Þá má líka benda á að allir vöruflutningar með dagvöru fara í gegnum Súðavík og Súðavíkurhlíð til norðanverðra Vestfjarða. Við lendum oft illa í því þegar við erum með flutningabíla fasta í Súðavík og þeir komast ekki með dagvöruna inn á Ísafjörð. Það hefur áhrif. Við erum líka með mikla matvælaframleiðslu á norðanverðum Vestfjörðum og við erum með ferskan fisk sem er mikið á vegum landsins. Það getur orðið tjón af því þegar vöruflutningabílar komast ekki leiðar sinnar,“ sagði Arna Jóna.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: