- Advertisement -

SVS: Sýna með afgerandi hætti afstöðu sína gagnvart landsbyggðinni

Alþingi: Stefán Vagn Stefánsson sagði á Alþingi fyrr í dag: Sú mynd sem er að teiknast upp gagnvart landsbyggðinni er að verða skýrari og skýrari með hverjum deginum. Þess vegna vil ég hæla ríkisstjórninni fyrir að koma hreint fram og sýna með jafn afgerandi hætti afstöðu sína gagnvart atvinnulífi og íbúum á landsbyggðinni.

Ég vil nefna tíu dæmi sem lýsa þessari mynd:

  • 1. Hækkun vöruverðs á landsbyggðinni í formi breytinga á kílómetragjaldi á vörubifreiðar og dýrari flutningur frá landsbyggðinni.
  • 2. Áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni með hærra kílómetragjaldi á bílaleigur sem mun hafa áhrif á dreifingu ferðamanna í kjölfar styttri ferða sem er afleiðing af hærri gjöldum. Þetta þýðir minni tekjur fyrirtækja á landsbyggðinni.
  • 3. Áhrif hækkunar veiðigjalda eru að raungerast með uppsögnum og minni fjárfestingargetu á landsbyggðinni.
  • 4. Hækkun vörugjalds á bensín- og dísilbíla, en í frumvarpinu um kílómetragjaldið er í áhrifamati nefnt að það séu einmitt bílarnir sem íbúar landsbyggðarinnar nota í meira mæli.
  • 5. Boðun breytinga á búvörulögum sem munu hafa veruleg áhrif á mjólkurbændur og umbylta 20 ára kerfi sem sátt hefur verið um í landinu.
  • 6. Sameining sýslumanna þar sem taka á fulltrúa ríkisins í héraði og færa annað.
  • 7. Breytingar á framhaldsskólum þar sem leggja á niður stöðu skólameistara og færa í miðlægar stofnanir sem og kippa stoðum undan fjárhagslegu sjálfstæði stofnananna.
  • 8. Frumvarp um jöfnun atkvæða.
  • 9. Sameining heilbrigðisfulltrúa.
  • 10. Skert starfsemi Vinnumálastofnunar á landsbyggðinni.

Áfram má telja, t.d. að ekki er hægt að reka meðferðarheimili á landsbyggðinni því að of langt er í þjónustu að mati ráðuneytisins. Of langt er í þjónustu því að ríkið er að taka hana alla í burtu.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: