- Advertisement -

Taka næsta snúning og vona að skítalyktin sé horfin

Þór Saari skrifar:

Athyglisverður pistill um þá snúninga sem íslenskir athafnamenn taka á íslenskum stórfyrirtækjum í eigin þágu. Þetta flugfélag hefur nú flotið undanfarið ár vegna framlaga frá íslensku launafólki og hækkað enn þær hæðir sem íslenskur pilsfaldakapítalismi sækir á. Það er því miður skömm að stórum hluta íslensks viðskiptalífs sem virðist snúast um brask og brellur til að seðja sjúklega græðgi stjórnenda og eigenda fyrirtækjanna. Ólafur er all harðorður og segir meðal annars:

„Steinn Logi og samverkamenn hans brutu samkeppnislög með undirboðum fargjalda Icelandair. Samkeppniseftirlitið lagði 190 milljón króna sekt á Icelandair fyrir afbrotið, en Hæstiréttur lækkaði hana í 80 milljónir króna. Að sjálfsögðu þurftu Sigurður forstjóri, Steinn Logi eða aðrir sem að lögbrotunum stóðu ekki að borga sektina persónulega. . . . . Flest heiðarlegt fólk hlýtur að hafa skömm á mönnum sem vaða á skítugum skónum yfir allt og alla og skeyta ekki um afleiðingarnar. Mæta svo eins og fínir menn til að taka næsta snúning og vona að skítalyktin sé horfin. Ælan kemur upp í hálsinn að sjá menn eins og Stein Loga kynna sig til leiks sem ferska vinda sem viti allt og kunni betur en aðrir um rekstur Icelandair. Gaspra um flugvélategundir til að slá ryki í augun á fólki, eins og það skipti meginmáli við rekstur flugfélaga.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: